Ístak hf
Almenn umsókn - Verk- og tæknifræðingar

Almenn umsókn - Verk- og tæknifræðingar


Ístak sinnir fjölbreyttum og krefjandi verkefnum í bygginga- og mannvirkjagerð, m.a. á sviði virkjana, hafnarframkvæmda og vegagerðar. Við erum ávallt opin fyrir því að kynnast drífandi og hæfu fagfólki sem gæti hentað í framtíðarverkefni.

Ef þú vilt vera á skrá hjá okkur og koma til greina þegar við leitum að verk- eða tæknifræðingi, hvetjum við þig til að senda inn umsókn.

Helstu verkefni gætu falist í:

  • Skipulagningu og gerð verkáætlana
  • Tæknilegri greiningu og rýni gagna
  • Samskiptum við verkkaupa og eftirlitsaðila
  • Gæðastýringu og eftirfylgni með framkvæmdum

Hæfniskröfur:

  • Menntun í verkfræði, tæknifræði eða skyldum greinum
  • Skipulagshæfni og sterk samskiptafærni
  • Þekking á BIM er kostur
  • Enskukunnátta skilyrði; færni í Norðurlandamáli eða pólsku er kostur

Við hvetjum öll kyn til að sækja um. Umsóknir eru geymdar í sex mánuði og meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Frekari upplýsingar veitir mannauðsdeild Ístaks: hr@istak.is.